Upphaf fasteignafélag

Markmið Upphafs er að byggja næstu árin allt að 200-250 hagkvæmar íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum. Íbúðirnar eru ýmist ætlaðar til útleigu eða sölu. 

Upphaf er alhliða fjárfestir á íbúðamarkaði sem tekur þátt í verkefnum á öllum stigum byggingarferilsins. Verkefnin eru unnin fyrir félagið af fjölmörgum byggingarverktökum. Félagið vinnur að þróunarverkefnum lóða og svæða, endurbótum og breytingum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Félagið fjármagnar sínar framkvæmdir að hluta eða öllu leyti.

Upphaf fasteignafélag hefur frá stofnun til dagsins i dag (desember 2016) þróað, byggt, leigt og selt liðlega 1.300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. Félagið var stofnað á miðju ári 2013 og er í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem rekinn er af GAMMA þar sem helstu fjárfestar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. 

STJÓRNENDUR

Erlendur Örn Fjeldsted

Framkvæmdastjóri

Erlendur Örn Fjeldsted hefur starfað við mannvirkjagerð í yfir 34 ár og við verkefnastjórnun í rúm 14 ár. Frá árinu 2009 hefur Erlendur Örn starfað hjá EFLU verkfræðistofu við verkefnastjórnun og byggingastjórn. Þar á undan starfaði Erlendur Örn hjá Nýsi þróunarfélagi sem verkefnastjóri, hönnunarstýringu og þróun nýrra verkefna. Áður starfaði Erlendur Örn á tjónasviði Tryggingamiðstöðvarinna og Línuhönnun verkfræðistofu

Erlendur Örn er menntaður byggingatæknifræðingur B.Sc. frá Tækniskóla Íslands (Háskólinn í Reykjavík) á sviði burðarvirkjahönnunar og verklegra framkvæmda.

Albert Leó Haagensen

Verkefnastjóri

Albert Leó hefur yfir 15 ára reynslu af bygginga- og mannvirkjaframkvæmdum. Albert er menntaður byggingarverkfræðingur. Áður en hann kom til Upphfasvar Albert stjórnandi hjá Ístaki á Íslandi, í Noregi og á Grænlandi. Þar vann hann við virkjana-, vega- og byggingaframkvæmdir. Helstu verkefni Alberts hafa verið stjórnun verkefna (staðarstjóri), samningagerð, kostnaðaráætlanir, kostnaðareftirlit, kröfugerð, verkáætlanir, hönnun og rekstur samninga við undirverktaka og birgja.

Um okkur

Upphaf fasteignafélag slhf. var stofnað á miðju ári 2013 og er í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus, þar sem helstu fjárfestar eru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. Markmið félagsins er að byggja næstu árin 200-250 íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum.

Hafðu samband
  • Upphaf fasteignafélag slhf.
  • Katrínartún 2
  • 105 Reykjavík
  • Sími: +354 519 3300


© 2014 Upphaf fasteignarfélag slhf. - Allur réttur áskilinn