Upphaf fasteignafélag

Markmið Upphafs er að byggja næstu árin allt að 200-250 hagkvæmar íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum. Íbúðirnar eru ýmist ætlaðar til útleigu eða sölu. 

Upphaf er alhliða fjárfestir á íbúðamarkaði sem tekur þátt í verkefnum á öllum stigum byggingarferilsins. Verkefnin eru unnin fyrir félagið af fjölmörgum byggingarverktökum. Félagið vinnur að þróunarverkefnum lóða og svæða, endurbótum og breytingum á eldra húsnæði og nýbyggingum. Félagið fjármagnar sínar framkvæmdir að hluta eða öllu leyti.

Upphaf fasteignafélag hefur frá stofnun til dagsins i dag (desember 2016) þróað, byggt, leigt og selt liðlega 1.300 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu öllu. Félagið var stofnað á miðju ári 2013 og er í eigu fagfjárfestasjóðsins Novus sem rekinn er af GAMMA þar sem helstu fjárfestar eru lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar. 

STJÓRNENDUR

Ragnhildur Halla Bjarnadóttir

Framkvæmdastjóri

Ragnhildur Halla hefur starfað við fjármál og reikningshald í rúm 16 ár. Frá árinu 2016 hefur Ragnhildur Halla starfað sem fjármálastjóri fasteignafélaganna Heildar og Upphafs og frá upphafi árs 2019 hefur hún ennfemur gegnt starfi framkvæmdastjóra Upphafs. Þar áður starfaði hún sem fjármálastjóri Íslenskra Fjallaleiðsögumanna ehf og ANZA hf.

Ragnhildur Halla er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á fjármál og hagfræði og  M.Sc. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School.

Um okkur

Upphaf fasteignafélag slhf. var stofnað á miðju ári 2013 og er í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus, þar sem helstu fjárfestar eru lífeyrissjóðir og fagfjárfestar. Markmið félagsins er að byggja næstu árin 200-250 íbúðir á ári, sem eru ætlaðar litlum og meðalstórum fjölskyldum.

Hafðu samband
  • Upphaf fasteignafélag slhf.
  • Garðastræti 37
  • 101 Reykjavík
  • Sími: +354 519 3300


© 2014 Upphaf fasteignarfélag slhf. - Allur réttur áskilinn